Privacy Policy – Icelandic

Notkun fótspora

Two Birds ehf. (hér eftir “Two Birds”) notar fótspor til að bæta upplifun notenda á vefsvæði okkar. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um hvernig við notum fótspor og höldum utan um þau.

Fótspor, hvað er það?

Fótspor (einnig þekkt sem “vefkökur” eða “cookies”) eru litlar textaskrár sem vafri sækir þegar farið er inn á vefsvæði og eru vistaðar í  viðkomandi snjalltæki eða tölvu sem notuð er þegar þú heimsækir vefsvæði. Vefkökur geyma upplýsingar sem vefsvæðið notar til að bæta upplifun notandans og til að fylgjast með og greina notkun á vefsvæðinu, þ. á m. muna stillingar þínar, einfalda greiningu og frammistöðu vefsvæðis. Fótsporin forgangsraða einnig efni sem passar við það sem þú skoðar mest á vefsvæðinu.

Fótsporin gera það einfaldara fyrir vefsvæðið, eða önnur vefsvæði, að þekkja tækið sem þú notar við næstu heimsókn. Flest fótspor safna einungis almennum upplýsingum og ekki upplýsingum sem auðkenna þig. Helstu upplýsingar sem fótspor safna eru um hvernig notendur heimsækja vefsvæðið eða hvar viðkomandi er staðsettur þegar heimsóknin á sér stað.

Hvers konar fótspor nota Two Birds?

Á vef okkar notum við fótspor til að fylgjast með frammistöðu vefsvæðisins, tungumálastillingar og aðrar stillingar sem auðvelda okkur að þjónusta þig betur. Með notkun fótspora þá reynum við að sníða vefsvæði að þörfum notenda til að vinna tölfræðilegar upplýsingar, til að greina umferð um vefsvæði, í markaðslegum tilgangi og til að stuðla að betri virkni vefsvæðisins.

Við flokkum þau fótspor sem við notum á tvennan hátt:

    • Lykilfótspor: Eru fótspor sem verða að vera til staðar svo vefsvæði virki eins og til er ætlast. Þau gera okkur kleift að bjóða góða þjónustu þegar kemur að leitarvél, notendasvæði og öðrum mikilvægum þáttum vefsvæðisins. Þessi fótspor eru einnig notuð til að vista ákvörðun um notkun á fótsporum á vefsvæði okkar. Ef þessi fótspor eru fjarlægð þá mun notandi ekki geta notað þessar þjónustur.
  • Frammistöðufótspor: Fylgjast með frammistöðu og afkastagetu vefsíðunnar og þá sérstaklega þeim hluta síðunnar sem tengjast heimsókn notanda. Þessi fótspor hjálpa okkur við að leiðrétta villur sem geta komið upp. Þau safna engum auðkennandi upplýsingum um notandann.

Önnur fótspor sem við notum

Til að gera okkur kleift að fylgjast með umferð um vefsvæði okkar og greina og betrumbæta þjónustu þá notum við önnur fótspor. Þar má nefna þjónustuaðila eins og Google Analytics og Facebook sem gera okkur kleift að greina betur heimsóknir á vefinn. Þessir aðilar geta komið fyrir fótsporum í vöfrum notenda vefsvæðis og þannig nálgast upplýsingar um heimsóknir á vefsvæðið. Við notum þessi fótspor til að greina notkun vefsvæðisins og til að útbúa markaðsefni og auglýsingar sem eru sniðnar að ákveðnum markhópum.  Notendur vefsvæðisins geta fengið frekari upplýsingar um það hvernig hlutaðeigandi aðilar nota fótspor á vefsíðum þeirra.

Nánari upplýsingar um hvernig fyrirtæki innan evrópska efnahagssvæðisins nota fótspor og upplýsingar um hvernig notendur geta valið að taka ekki við þeim má finna á Your Online Choices.

Hvernig loka ég á fótspor?

Það er hægt að loka á notkun fótspora í stillingum þess vafra sem þú notar til að skoða vefsíðu. Flestir vafrar bjóða upp á leiðbeiningar um hvernig slökkt er á fótsporum. Vefsíðan AboutCookies.org hefur einnig ítarlegar upplýsingar um umsjón fótspora í flestum vöfrum.

Við birtum texta neðst á forsíðu vefsíðu okkar þar sem segir: “Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að upplifun þín verði sem best. Með því að halda áfram þá samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.” Mikilvægt er að notandi geri sér grein fyrir því að hann samþykki notkun fótspora með því að halda áfram á vefsíðu okkar.