Hver eru okkar sérsvið?

Það er sagt að allir hafa einn hæfileika í lífinu. Það má að ákveðnu leyti yfirfæra það í atvinnulífið, þar sem einn einstaklingur getur ekki verið sérfróður um alla anga fyrirtækjareksturs. Sem betur fer saman stendur teymi Two Birds af einstaklingum með fjölbreytta menntun, reynslu og þekkingu. Eftirfarandi eru þeir þættir sem við skilgreinum sem okkar sérsvið.

Stafræn markaðsetning

Stafræn markaðssetning er best skilgreind sem markaðssetning á vöru eða þjónustu með stafrænni tækni. Þessi markaðssetning fer að mestu fram á internetinu í gegnum tölvur, farsíma eða önnur tól sem eru hönnuð til að þjóna hinum stafræna raunveruleika sem við búum við í dag.

Fjártækni

Fjártækni (e. fintech) er tiltölulega vítt hugtak sem er og mun áfram verða áberandi í íslensku samfélagi. Fjártækni er í raun sú þróun sem fer fram á fjármálamörkuðum með tækninýsköpun og frumkvæði að leiðarljósi. Tæknin getur breytt því hvernig viðskipti fara fram á fjármálamörkuðum og í fjármálastofnunum.

Reglutækni

Reglutækni (e. regtech) er nýtt svið innan fjármálamarkaða. Tæknin nýtir sér upplýsingatækni til að hraða og einfalda reglugerðarferla. Tæknin nýtist sérstaklega við eftirlit, skýrslugerð og samræmingu og nýtist þannig vel á fjármálamörkuðum.

Upplýsingatækni

Wikipedia skilgreinir orðið sem “sú aðferð að velja sem besta tækni til að vinna með gögn”. Upplýsingatækni er grunnurinn að öllu því sem fer fram í hinum rafræna heimi.Hvort sem um ræðir rafræn samskipti eða varðveislu gagna.

Gervigreind

Gervigreind (e. artificial intelligence) gerir kerfum kleift að læra og bæta gagnavinnslu sjálfkrafa án þess að forrita sérstaklegt kerfi til að sinna ákveðnu afmörkuðu verki. Gervigreind einblínir á þróun á tölvuforritum sem geta notað gögn og breytur í ákveðnum tilgangi og yfir tíma lært af gögnunum til að betrumbæta niðurstöðurnar.