Property value in Iceland
The Two Birds indicator (Eignavísir) is based on one of the largest real estate data systems in Iceland. It evaluates the estimated market value of real estate in Iceland. See sample
Markaðsvirði eignar
Áætlað markaðsvirði byggir á raungögnum og markaðsgögnum sem túlkuð eru með notkun gervigreindar. Raungögn eru meðal annars þinglýstir kaupsamningar, GPS-staðsetning eignar og fjarlægð í helstu þjónustu. Markaðsgögn byggja á upplýsingum um fasteignir sem eru auglýstar til sölu í nálægð við umrædda eign.
Áætlað markaðsvirði er áætlun um virði eignar og er reiknað fyrir allar íbúðareignir á Íslandi daglega. Áætlað markaðsvirði er upphafið að því að áætla virði húsnæðis en það endurspeglar ekki alltaf raunvirði eignar. Við hvetjum kaupendur og seljendur til að leita til fagaðila til að fá skýrari mynd af raunvirði eignar.
Nýlegar sölur í hverfinu
Það er mjög gagnlegt fyrir bæði kaupendur og seljendur að sjá upplýsingar um sambærilegar eignir í hverfinu og/eða póstnúmeri. Upplýsingar sem birtast eru meðal annars helstu grunnupplýsingar um eignirnar, ásett verð, söluverð og söluhraði.Verðmat Two Birds birtir allt að 10 sambærilegar eignir. Í sumum tilfellum birtast færri eignir, en það á við þegar fáar eignir eru til sölu í viðkomandi hverfi eða póstnúmeri.
Til sölu í hverfinu
Upplýsingar um sambærilegar eignir sem eru auglýstar á vefmiðlum daginn sem skýrslan er sótt. Upplýsingarnar eru meðal annars grunnupplýsingar um eignir, ásett verð og hversu lengi þær hafa verið til sölu. Verðmat Two Birds birtir allt að 10 sambærilegar eignir. Í sumum tilfellum birtast færri eignir, en það á við þegar fáar eignir eru til sölu í viðkomandi hverfi eða póstnúmeri.Um hverfið
Two Birds hefur þróað fyrsta flokks kortasjá og staðsett alla helstu þjónustu á landinu. Kortasjáin gerir fólki kleift að sjá fjarlægðir frá fasteign í þjónustu, ýmist göngufæri, hjólafæri eða akstursfjarlægð.- Eiginleikar : Staðsetning, stærð, fjöldi svefnherbergja og baðherbergja ásamt nánari upplýsingum.
- Sala og markaðurinn: Sölusaga fasteignarinnar, verðsaga og söluverð sambærilegra eigna í nágrenni við fasteignina. Einnig framboð, eftirspurn og söluhraði eigna á markaðinum yfir ákveðið tímabil.
- Greining á fjarlægðum í helstu þjónustu eins og skóla, strætóstoppustöðvar, matvörubúðir ofl.
Í dag höfum við upplýsingar og gögn yfir 130.869 eignir á Íslandi.