Hver eru okkar sérsvið?

Two Birds þróar vörur með því markmiði að einfalda fasteignaviðskipti allt frá byrjunarreiti að endapunkti. Markmiðinu er annars vegar náð með því að taka stafræn gögn og upplýsingar og setja fram á einfaldan hátt, og hinsvegar með því að nota gervigreind til að læra af gögnunum og búa til betri upplýsingar.

Vörur

Eignavísir Two Birds

Eignavísir Two Birds birtir skýrslu um áætlað markaðsvirði fasteignar. Skýrslan byggir á raungögnum og markaðsgögnum sem túlkuð eru með notkun gervigreindar. Raungögn eru meðal annars þinglýstir kaupsamningar, GPS-staðsetning eignar og fjarlægð í helstu þjónustu. Markaðsgögn byggja á upplýsingum um fasteignir sem eru auglýstar til sölu í nálægð við umrædda eign. Markmið með Eignavísinum er að veita markaðinum óháð verðmat sem byggir á áreiðanlegum gögnum.

Ástand eignar og sérstakir eiginleikar hennar eru einnig mikilvægir þættir í útreikningi á raunvirði og því hvetjum við kaupendur og seljendur til að leita til fagaðila þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

Eignagluggi á fasteignavef Vísis

Glöggir fasteignaleitendur hafa eflaust tekið eftir Eignaglugganum sem Two Birds birtir á fasteignavef Vísis. Eignaglugginn veitir nánari upplýsingar sem voru ekki aðgengilegar áður. Við hverja auglýsta fasteign má til dæmis finna upplýsingar um fjarlægðir í helstu þjónustu, hverfalýsingu og fjármögnun. Í glugganum er frábær kortasjá og notendavænar upplýsingar sem hjálpa fólki að taka ákvörðun þegar það kaupir sér fasteign.

Kortasjá Two Birds

Við höfum þróað fyrsta flokks kortasjá sem byggir á ítarlegasta gagnagrunni landsins yfir fjarlægðir í þjónustu. Kortasjáin veitir notendavænar upplýsingar sem eru framsettar á einfaldan hátt. Kortasjáin er byggð á Google Maps, með sérsmíðuðu yfirlagi sem bætir nákvæmni upplýsinga. Kortasjáin afmarkar hverfið sem fasteign tilheyrir ásamt því að sýna staðsetningu helstu þjónustu í nágrenninu, eins og grunnskóla, leikskóla, matvöruverslun o.s.frv. Hún veitir enn fremur upplýsingar um fjarlægðir í helstu þjónustu, hvort sem um ræðir göngufæri, hjólafæri eða akstursfjarlægð.

Kortasjána má meðal annars finna í Eignavísi og Eignaglugga Two Birds.