Hvers virði er eignin?

Verðmat Two Birds byggir á einu stærsta safni fasteignaupplýsinga á Íslandi og metur áætlað markaðsvirði fasteigna. Taktu upplýsta ákvörðun með verðmati Two Birds. Skoða sýniseintak

Almennt um Eignavísi

Markaðsvirði eignar

Áætlað markaðsvirði byggir á raungögnum og markaðsgögnum sem túlkuð eru með notkun gervigreindar. Raungögn eru meðal annars þinglýstir kaupsamningar, GPS-staðsetning eignar og fjarlægð í helstu þjónustu. Markaðsgögn byggja á upplýsingum um fasteignir sem eru auglýstar til sölu í nálægð við umrædda eign.

Áætlað markaðsvirði er áætlun um virði eignar og er reiknað fyrir allar íbúðareignir á Íslandi daglega. Áætlað markaðsvirði er upphafið að því að áætla virði húsnæðis en það endurspeglar ekki alltaf raunvirði eignar. Við hvetjum kaupendur og seljendur til að leita til fagaðila til að fá skýrari mynd af raunvirði eignar.

Nýlegar sölur í hverfinu

Það er mjög gagnlegt fyrir bæði kaupendur og seljendur að sjá upplýsingar um sambærilegar eignir í hverfinu og/eða póstnúmeri. Upplýsingar sem birtast eru meðal annars helstu grunnupplýsingar um eignirnar, ásett verð, söluverð og söluhraði.

Eignavísir birtir allt að 10 sambærilegar eignir. Í sumum tilfellum birtast færri eignir, en það á við þegar fáar eignir eru til sölu í viðkomandi hverfi eða póstnúmeri.

Til sölu í hverfinu

Upplýsingar um sambærilegar eignir sem eru auglýstar á vefmiðlum daginn sem skýrslan er sótt. Upplýsingarnar eru meðal annars grunnupplýsingar um eignir, ásett verð og hversu lengi þær hafa verið til sölu. Eignavísir birtir allt að 10 sambærilegar eignir. Í sumum tilfellum birtast færri eignir, en það á við þegar fáar eignir eru til sölu í viðkomandi hverfi eða póstnúmeri.

Um hverfið

Two Birds hefur þróað fyrsta flokks kortasjá og staðsett alla helstu þjónustu á landinu. Kortasjáin gerir fólki kleift að sjá fjarlægðir frá fasteign í þjónustu, ýmist göngufæri, hjólafæri eða akstursfjarlægð.
Spurt og svarað
Eignavísirinn veitir þér góða yfirsýn og er samantekt á helstu upplýsingum um fasteign sem verið er að skoða. Með þessum upplýsingum og gögnum getur þú tekið upplýsta ákvörðun þegar kemur að því að finna út raunvirði eignar.
Við notum háþróað reiknirit (e. algorithm) ásamt gervigreind til að greina gögnin okkar og bera kennsl á sambönd innan tiltekins landsvæðis, eins og raunsölur og markaðinn eins og hann er dag frá degi. Eiginleikar heimilis, svo sem fermetrar, staðsetning og fjöldi svefnherbergja hafa mismikið vægi sem fer eftir raunsöluverði á tilteknu landsvæði á tilteknu tímabili. Út frá öllum þessum gögnum og upplýsingum útbúum við greiningartólið Eignavísi sem gefur til kynna áætlað markaðsvirði hverrar eignar. Helstu breytur sem við notum í verðmatinu eru:
  • Eiginleikar : Staðsetning, stærð, fjöldi svefnherbergja og baðherbergja ásamt nánari upplýsingum.
  • Sala og markaðurinn: Sölusaga fasteignarinnar, verðsaga og söluverð sambærilegra eigna í nágrenni við fasteignina. Einnig framboð, eftirspurn og söluhraði eigna á markaðinum yfir ákveðið tímabil.
  • Greining á fjarlægðum í helstu þjónustu eins og skóla, strætóstoppustöðvar, matvörubúðir ofl.

Í dag höfum við upplýsingar og gögn yfir 130.869 eignir á Íslandi.
Áætlað markaðsvirði er reiknað út frá gögnum og nákvæmni fer því eftir aðgengi og umfangi gagna. Á svæðum þar sem ör hreyfing er á eignum eru til betri upplýsingar og gögn og þar sem hreyfing er lítil gildir hið gagnstæða. Því fleiri gögn sem eru tiltæk, því nákvæmari er Eignavísir Two Birds. Á landsvísu er miðgildi frávika 5%, sem þýðir að helmingur eigna er með frávik innan við 5% og helmingur er lengra frá.
Eignavísir Two Birds sýnir efri og neðri mörk verðbils sem getur verið mismunandi og fer bæði eftir sögulegum gögnum og fjölda seldra eigna á ákveðnum svæðum. Mikið verðbil gefur til kynna að færri gögn séu tiltæk eða að miklar sveiflur séu á sögulegum gögnum. Lítið verðbil þýðir að við höfum mikið af upplýsingum til að reikna út áætlað virði eignarinnar. Stærð verðbilsins gefur þér því vísbendingu um nákvæmni matsins. Fyrir þá sem hugsa í tölum þá er verðbilið í raun 90% öryggisbil.
Áætlað markaðsvirði Two Birds er áætlun um virði eignar og er góður upphafspunktur að því að finna raunvirði eignar. Umfang gagna sem við höfum ræður nákvæmni markaðsvirðisins. Eignavísir getur ekki tekið inn í myndina breytur eins og ástand eignar og því mælum við alltaf með aðstoð fagmanna í fasteignaviðskiptum.
Nei. Áætlað markaðsvirði Two Birds er ekki raunvirði eignar og þú munt ekki geta notað það eitt og sér við verðlagningu á húsnæði. Áætlað markaðsvirði Two Birds er áætlun um verðmæti eignar sem unnin er út frá tölfræði- og markaðsgögnum sem og gervigreind sem bætir sig stöðugt með upplýsingum um hverja selda eign á markaðnum. Sjónskoðun eignar er mikilvægur partur í útreikningi á raunvirði eignar og því er mikilvægt að leita til fagaðila þegar kemur að kaupum og sölu fasteigna.