Hvers virði er eignin?

Eignavísir Two Birds byggir á einu stærsta safni fasteignaupplýsinga á Íslandi og metur áætlað markaðsvirði fasteigna. Taktu upplýsta ákvörðun með Eignavísi Two Birds. Skoða sýniseintak

Líkanið byggir á raungögnum og markaðsgögnum sem túlkuð eru með notkun gervigreindar. Raungögn eru meðal annars þinglýstir kaupsamningar, GPS-staðsetning eignar og fjarlægð í helstu þjónustu. Markaðsgögn byggja á upplýsingum um fasteignir sem eru auglýstar til sölu í nálægð við umrædda eign.
Ástand og sérstakir eiginleikar eignar eru mikilvægir þættir í útreikningi á raunvirði og því hvetjum við kaupendur og seljendur að leita til fagaðila þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

Two Birds

Nýsköpunarfyrirtæki sem er leiðandi á sviði fjártækni í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki á fasteigna og fjármálamarkaði. Teymið okkar er samsett af sérfræðingum á sviði upplýsingatækni, fjártækni, markaðssetningar, lögfræði, nýsköpunar og fasteignaviðskipta.

Teymið

Árni Rúnar Hlöðversson

Hugbúnaðarsérfræðingur
Forritarinn með hjarta úr gulli. Árni Rúnar er ekki bara síbrosandi, heldur leggur sig fram við að skilja annað fólk. Hann er frægasti starfsmaðurinn því hann er í hljómsveitinni FM Belfast svona inn á milli forritunarverkefna.

Atli Hólmgrímsson

Tæknistjóri
Illi tvíburi Dags B. Eggertssonar. Heimsborgarinn Atli býr bæði í Barcelona og á Íslandi og forritar á báðum stöðum fyrir Two Birds. Hann hefur mikla þekkingu á markaðsmálum á netinu og fjölbreytta forritunarreynslu.

Auður Björk Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri
Reynsluboltinn úr tryggingageiranum. Two Birds er ljónheppið að fá Auði í teymið þar sem hennar reynsla úr atvinnulífinu er mjög mikils virði. Auður hefur gaman af því að lenda í ævintýrum og segja má að Two Birds sé eitt þeirra.

Guðbjörn Dan Gunnarsson

Þróunarstjóri
Beggi er maðurinn sem fær hugmyndir og fylgir þeim eftir af ástríðu. Beggi hefur verið áberandi í markaðs- og vefmálum hjá virtum fyrirtækjum á Íslandi og er reynslumikill stjórnandi.

Hákon Stefánsson

Stjórnarmaður
Það er alltaf betra að hafa héraðsdóms-lögmann með í hópnum. Hákon er vel tengdur inn í nýsköpunarheiminn á Íslandi og hefur auðvitað frábæra reynslu sem stjórnandi í fjármálatæknifyrirtæki. Óaðfinnanlegur náungi með bein í nefinu.

Jóhann Benediktsson

Markaðsstjóri
Stoltasti Mosfellingur Íslands. Auk þess að hafa eyðilagt “fancy Friday” með því að láta alla aðra líta út eins og útigangsfólk er Jói alræmdur markaðsmaður úr flugbransanum. Hann hefur stýrt stórum stafrænum markaðsverkefnum á alþjóðavettvangi en flýgur nú með Two Birds.

Lilja Þorsteinsdóttir

Stjórnarmaður
Sérfræðingur í stofnun og stjórnun nýsköpunarfyrirtækja. Lilja er með MPA-gráðu sem kemur sér vel í samskiptum okkar við hið opinbera, en hún hjálpar okkur líka með alls konar hluti varðandi markaðssetningu og slæma brandara.

Magnús Þór Jónsson

Hugbúnaðarsérfræðingur
Hversu sniðugur er Maggi? Býr í sólinni á Flórída og forritar fyrir fuglana sem sitja á klakanum. Hann er öllum nýsköpunarhnútum kunnugur, er búinn að forrita árum saman og er síðast en ekki síst rosalega góður maður sem reddar öllum mögulegum og ómögulegum hlutum.

Reynir Grétarsson

Eigandi og stjórnarmaður
Fremsti fuglinn í oddaflugi Two Birds. Frumkvöðlastarfið er þéttofið í erfðaefni Reynis, enda hefur hann komið að stofnun ýmissa glæsilegra nýsköpunarfyrirtækja. Þar má auðvitað helst nefna CreditInfo sem er í fararbroddi á heimsvísu.

Tinna Björk Bryde

Viðskiptaþróunarstjóri
Hvirfilvindur Two Birds. Tinna er ótrúlegur töffari sem elskar að framkvæma, gera og græja. Týpan sem býður sig fram í starfsmannafélagið. Hún hefur mikla reynslu frá CreditInfo og hefur lokið námi við löggildingu við sölu á fasteignum og skipum.

Þór Matthíasson

Gagnastjóri
Nú til dags er cool að vera nörd. Það er heppilegt fyrir Þór því hann veit ekkert betra en að velta sér upp úr gögnum allan liðlangan daginn. Hann er samt áhugaverður náungi því hann bjó í Kína og ferðast stundum um heiminn með leynisamtökum.

Þú?

Sæktu um
Við erum alltaf að leita að rétta fólkinu. Ef það ert þú, hafðu þá samband. Það er aldrei að vita nema þú hafir akkúrat hæfileikana og persónuleikann sem við erum að leita að.

Hver eru okkar sérsvið?

Það er sagt að allir hafa einn hæfileika í lífinu. Það má að ákveðnu leyti yfirfæra það í atvinnulífið, þar sem einn einstaklingur getur ekki verið sérfróður um alla anga fyrirtækjareksturs. Sem betur fer saman stendur teymi Two Birds af einstaklingum með fjölbreytta menntun, reynslu og þekkingu. Eftirfarandi eru þeir þættir sem við skilgreinum sem okkar sérsvið.

Stafræn markaðsetning

Stafræn markaðssetning er best skilgreind sem markaðssetning á vöru eða þjónustu með stafrænni tækni. Þessi markaðssetning fer að mestu fram á internetinu í gegnum tölvur, farsíma eða önnur tól sem eru hönnuð til að þjóna hinum stafræna raunveruleika sem við búum við í dag.

Fjártækni

Fjártækni (e. fintech) er tiltölulega vítt hugtak sem er og mun áfram verða áberandi í íslensku samfélagi. Fjártækni er í raun sú þróun sem fer fram á fjármálamörkuðum með tækninýsköpun og frumkvæði að leiðarljósi. Tæknin getur breytt því hvernig viðskipti fara fram á fjármálamörkuðum og í fjármálastofnunum.

Reglutækni

Reglutækni (e. regtech) er nýtt svið innan fjármálamarkaða. Tæknin nýtir sér upplýsingatækni til að hraða og einfalda reglugerðarferla. Tæknin nýtist sérstaklega við eftirlit, skýrslugerð og samræmingu og nýtist þannig vel á fjármálamörkuðum.

Upplýsingatækni

Wikipedia skilgreinir orðið sem “sú aðferð að velja sem besta tækni til að vinna með gögn”. Upplýsingatækni er grunnurinn að öllu því sem fer fram í hinum rafræna heimi.Hvort sem um ræðir rafræn samskipti eða varðveislu gagna.

Gervigreind

Gervigreind (e. artificial intelligence) gerir kerfum kleift að læra og bæta gagnavinnslu sjálfkrafa án þess að forrita sérstaklegt kerfi til að sinna ákveðnu afmörkuðu verki. Gervigreind einblínir á þróun á tölvuforritum sem geta notað gögn og breytur í ákveðnum tilgangi og yfir tíma lært af gögnunum til að betrumbæta niðurstöðurnar.