Hvers virði er eignin?

Líkanið byggir á raungögnum og markaðsgögnum sem túlkuð eru með notkun gervigreindar. Raungögn eru meðal annars þinglýstir kaupsamningar, GPS-staðsetning eignar og fjarlægð í helstu þjónustu. Markaðsgögn byggja á upplýsingum um fasteignir sem eru auglýstar til sölu í nálægð við umrædda eign.
Ástand og sérstakir eiginleikar eignar eru mikilvægir þættir í útreikningi á raunvirði og því hvetjum við kaupendur og seljendur að leita til fagaðila þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

Hver eru okkar sérsvið?

Það er sagt að allir hafa einn hæfileika í lífinu. Það má að ákveðnu leyti yfirfæra það í atvinnulífið, þar sem einn einstaklingur getur ekki verið sérfróður um alla anga fyrirtækjareksturs. Sem betur fer saman stendur teymi Two Birds af einstaklingum með fjölbreytta menntun, reynslu og þekkingu. Eftirfarandi eru þeir þættir sem við skilgreinum sem okkar sérsvið.

Gervigreind

Two Birds hefur þróað gervigreind sem reiknar áætlað markaðsvirði fasteigna. Matið er byggt á þinglýstum kaupsamningum mörg ár aftur í tímann ásamt fleiri breytum sem gerir matið á heildina litið eitt það nákvæmasta á markaðinum í dag

Fjártækni

Two Birds er leiðandi á sviði fjártækni í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki á fasteigna-og fjármálamarkaði.

Gagnagnótt

Gagnatorg Two Birds býr yfir öflugu gagnagrunni um fasteignamarkaðinn. Með gögnum búum við til notendavænar upplýsingar sem einfaldar flóknar ákvarðanir, bætir skilvirkni, minkar kostnað og sparar tíma.