Fasteignavefurinn fasteignir.is sem er á Vísi og fjártæknifyrirtækið Two birds, hafa gert með sér samstarfssamning sem hefur það markmið að auka enn frekar gæði og upplýsingar til notenda fasteignavefsins. Fólk í fasteignaleit getur nú farið inn á slóðina fasteignir.is, valið fasteign og smellt þar á Eignaglugga Two Birds til að nálgast nánari upplýsingar um eignina. Upplýsingar um rekstur

Fasteignavefurinn fasteignir.is sem er á Vísi og fjártæknifyrirtækið Two birds, hafa gert með sér samstarfssamning sem hefur það markmið að auka enn frekar gæði og upplýsingar til notenda fasteignavefsins. Fólk í fasteignaleit getur nú farið inn á slóðina fasteignir.is, valið fasteign og smellt þar á Eignaglugga Two Birds til að nálgast nánari upplýsingar um eignina.

Upplýsingar um rekstur og fjármögnun á valdri eign

Við hverja auglýsta fasteign er að finna upplýsingar um rekstur og fjármögnun á eigninni auk skemmtilegrar lýsingar á hverfi sem eignin er í. Upplýsingar um tegundir íbúða og aldurskiptingu íbúa er einnig að finna á síðunni auk upplýsinga um helstu þjónustur í nágrenni sem fengin er úr nýrri Kortasjá Two Birds.

„Við erum mjög ánægð með þetta samstarf við Félag fasteignasala. Okkar markmið er að vinna upplýsingar úr þeim gögnum sem við höfum safnað um fasteignamarkaðinn þar sem við notumst við háþróaða tækni eins og gervigreind og djúptauganet til að búa til notendavænar upplýsingar fyrir kaupendur fasteigna til að geta tekið upplýstari ákvarðanir í þessum stærstu viðskiptum sem sumir gera á lífsleið sinni“. Segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds.

Fasteignir.is vinsælasti fasteignavefurinn

Fasteignavefurinn er á þessu ári 11 ára en hann er í eigu Félags fasteignasala. „Til þess að tryggja sem best gæði vefsins er reglulega kallað til samstarfs við notendur vefsins á öllum aldri auk fasteignasala og gæði vefsins þannig stöðugt tryggð.  Ofangreindar breytingar koma m.a. út frá óskum um auknar upplýsingar fyrir notendur vefsins“, segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félag fasteignasala.