Gagnleg nýjung á markaði sem hjálpar neytendum að taka upplýstar ákvarðanir í fasteignaviðskiptum.   Nýsköpunar og fjártæknifyrirtækið Two Birds ehf. hefur verðmetið allar íbúðareignir á landinu og gefið út rafræna skýrslu, Eignavísi, sem sýnir áætlað markaðsvirði íbúðareigna. Tilgangurinn er fyrst og fremst að hjálpa fólki sem er í kaup- eða söluhugleiðingum fasteigna að taka upplýstar ákvarðanir út frá hagnýtum og notendavænum upplýsingum sem við höfum tekið saman fyrir hverja og eina íbúðareign á landinu. 

Upplýsingar um nýlega seldar eignir í hverfinu.  

Eignavísirinn sýnir fólki ekki aðeins áætlað markaðsvirði fasteignar, heldur birtir líka áhugaverðar upplýsingar um aðrar nýlega seldar eignir í hverfinu. Til dæmis hversu lengi þær voru á sölu, hvert ásett verð var í upphafi og á hvað þær seldust í raun.

„Markmiðið með Eignavísinum okkar er að veita markaðnum óháð verðmat sem byggir á áreiðanlegum gögnum. Skýrslan sýnir ekki einungis þróun á markaðsvirði eignarinnar heldur einnig aðrar mikilvægar upplýsingar sem hjálpa fólki að taka upplýstari ákvörðun í þessum stærstu viðskiptum sem margir eiga í á sinni lífstíð, þ.e. að kaupa sér þak yfir höfuðið,“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds.

Eignavísir Two Birds byggir á raungögnum

Skýrslan, sem er skemmtileg nýjung á markaðinum, byggir á raungögnum og markaðsgögnum sem túlkuð eru með notkun gervigreindar með djúptauganeti. Raungögn eru meðal annars þinglýstir kaupsamningar sambærilegra eigna, GPS-staðsetning eignar og fjarlægð í helstu þjónustu. Markaðsgögn byggja á upplýsingum um fasteignir sem eru auglýstar til sölu í nálægð við umrædda eign.  „Sem dæmi þá gefur skýrslan upplýsingar um ásett verð, söluverð og sölutíma á sambærilegum eignum sem seldar hafa verið í hverfinu ásamt upplýsingum um eignir sem eru til sölu. Skemmtilegar lýsingar á hverfum er einnig að finna í skýrslunni ásamt upplýsingum um fjarlægð í helstu þjónustur“. 

Hægt er að nálgast Eignavísinn  hér.