Fasteignakaup eru oftar en ekki stærstu fjárfestingar sem fólk ræðst í og því er mikilvægt að byggja þær ákvarðanir á traustum upplýsingum. Eignavísir Two Birds sýnir ítarlegt og raunsætt mat á markaðsvirði fasteigna auk annarra nauðsynlegra upplýsinga sem styðja við kaup og sölu fasteigna. Upplýsingarnar sem koma fram í Eignavísinum eru gagnlegt fyrsta skref til að vita hvar þú stendur áður en þú kaupir eða selur fasteign.
Viltu vita hvað þú gætir fengið fyrir fasteignina þína ef þú myndir selja hana í dag?
Í Eignavísinum er hægt að fá áætlað markaðsverð* á hvaða íbúðareign sem er á Íslandi. Líkanið á bak við áætlað markaðsvirði byggir á gervigreind sem mælir markaðsvirði fasteigna í rauntíma. Markaðsverðið byggir á gögnum eins og þinglýstum kaupsamningum, GPS-staðsetningu eignar, fjarlægð í helstu þjónustu og upplýsingum um fasteignir sem eru auglýstar til sölu nálægt þeirri fasteign sem þú ert að skoða.
Viltu vita hvað svipaðar fasteignir hafa verið að seljast fyrir háar upphæðir?
Eignavísirinn sýnir upplýsingar um sambærilegar eignir sem seldar hafa verið í hverfinu, á hvaða verði þær seldust miðað við ásett verð, hversu lengi þær voru í sölu auk annarra mikilvægra upplýsinga. Yfirlit um söluvirði sambærilegra eigna veitir þér greinargóða yfirsýn yfir stöðuna á markaðnum og góða vísbendingu um hvað þú gætir fengið fyrir þína fasteign.
Viltu sjá ásett verð á sambærilegum eignum sem eru núna til sölu?
Hægt er að sjá yfirlit um sambærilegar eignir sem eru til sölu í hverfinu, hversu lengi þær hafa verið til sölu, stærð, byggingarár auk annarra gagnlegra upplýsinga. Yfirlitið hjálpar þér við að sjá hvernig framboðið er á markaðnum svo þú getir áttað þig enn betur á verðmæti þinnar fasteignar.
Er eignin þín nálægt nauðsynlegri þjónustu?
Two Birds hefur þróað fyrsta flokks kortasjá og staðsett alla helstu þjónustu á landinu. Kortasjáin sýnir fjarlægðir frá þinni fasteign í þjónustu á borð við matvöruverslanir, skóla, strætó og bensínstöðvar. Fjarlægðirnar eru síðan flokkaðar út frá göngufæri, hjólafæri eða akstursfjarlægð. Kortasjáin er einnig aðgengileg á Fasteignavef Vísis þar sem hægt er að sjá ofangreindar upplýsingar um fasteignir sem eru til sölu.
*Ástand eignar og sérstakir eiginleikar hennar eru einnig mikilvægir þættir í útreikningi á raunvirði og því hvetjum við kaupendur og seljendur til að hafa fagaðila með í ráðum þegar kemur að fasteignaviðskiptum.