Blogg

Hversu verðmæt er þín fasteign?

Fasteignakaup eru oftar en ekki stærstu fjárfestingar sem fólk ræðst í og því er mikilvægt að byggja þær ákvarðanir á traustum upplýsingum. Eignavísir Two Birds sýnir ítarlegt og raunsætt mat á markaðsvirði fasteigna auk annarra nauðsynlegra upplýsinga sem styðja við kaup og sölu fasteigna. Upplýsingarnar sem koma fram í Eignavísinum eru gagnlegt fyrsta skref til að vita hvar þú stendur áður en þú kaupir eða selur fasteign.

Hjálpartól fyrir fólk í fasteignahugleiðingum

Gagnleg nýjung á markaði sem hjálpar neytendum að taka upplýstar ákvarðanir í fasteignaviðskiptum.   Nýsköpunar og fjártæknifyrirtækið Two Birds ehf. hefur verðmetið allar íbúðareignir á landinu og gefið út rafræna skýrslu, Eignavísi, sem sýnir áætlað markaðsvirði íbúðareigna. Tilgangurinn er fyrst og fremst að hjálpa fólki sem er í kaup- eða söluhugleiðingum fasteigna að taka upplýstar ákvarðanir út frá hagnýtum og notendavænum upplýsingum sem við höfum tekið saman fyrir hverja og eina íbúðareign á landinu. 

Fasteignir.is og Two Birds í samstarf

Fasteignavefurinn fasteignir.is sem er á Vísi og fjártæknifyrirtækið Two birds, hafa gert með sér samstarfssamning sem hefur það markmið að auka enn frekar gæði og upplýsingar til notenda fasteignavefsins. Fólk í fasteignaleit getur nú farið inn á slóðina fasteignir.is, valið fasteign og smellt þar á Eignaglugga Two Birds til að nálgast nánari upplýsingar um eignina. Upplýsingar um rekstur